Guðrún Fanney Briem að tafli á EM ungmenna í Prag 2024.

Guðrún Fanney Briem hefur náð bestum árangri hinna fjölmörgu íslensku keppenda sem taka þátt í Evrópumóti ungmenna, pilta og stúlkna 8-18 ára, sem lýkur nú um helgina í Prag. Guðrún Fanney hafði hlotið 4½ vinning af 7 mögulegum og var í 15.-30. sæti af 109 keppendum. Alls taka sjö íslenskar stúlkur þátt í mótinu, misjafnlega reynslumiklar, en margir íslensku keppendanna eru að tefla í fyrsta sinn á svo sterku ungmennamóti. Það hefur komið á daginn að reynslan skiptir miklu máli þegar á svo sterk mót er komið, en Guðrún Fanney og Iðunn Helgadóttir hafa nokkrum sinnum áður teflt á þessum vettvangi.

Ég gef mér að Guðrún Fanney hafi notið aðstoðar sinna ágætu bræðra Benedikts og Stephans við undirbúning skáka, a.m.k. kom sitthvað fram sem ég kannaðist við úr þeirra ranni í eftirfarandi viðureign:

EM ungmenna, 14 ára og yngri, 2. umferð:

Guðrún Fanney Briem – Leia Andries (Danmörk)

Benoni-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3

Býður upp á Katalónska byrjun sem hefst með 3. … d5.

3. … c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Bg2 g6 7. a4 Bg7 8. Rf3 0-0 9. Rc3 He8 10. 0-0 Ra6?!

Eftir 10. … Re4 er staðan í jafnvægi.

11. Rd2! Rc7 12. Rc4 Rg4 13. Re4 Bf8 14. Bf4!

Sækir að d6-peðinu og svartur er í raun varnarlaus þó að besti möguleikinn sé 14. … Rxd5 með hugmyndinni 15. Dxd5 Be6 ásamt d6-d5.

14. … Re5

15. Rxe5! dxe5 16. Bg5! Be7

Drottningin átti engan reit en nú vinnur hvítur mann.

17. Bxe7 Hxe7 18. d6 He6 19. dxc7 Dxc7 20. Dd5 c4 21. Hfd1 Hb6 22. Dd8+ Dxd8 23. Hxd8 Kg7 24. Rd6 Hxb2 25. Rxc4 Hxe2 26. Hc1 e4 27. Rd6 e3 28. Hdxc8 Hxc8

29. Rxc8

29. Hxc8 hefði verið hræðilegt: 29. … He1+ 30. Bf2 e2 og svartur vinnur!

30. Kf1 Ha2 31. Bxb7 h5 32. Bc6 a6 33. Kg2 d1(D)+ 34. Kxf1 Hxh2 35. Hc4

– og svartur gafst upp.

Vignir efstur við fimmta mann á Kanaríeyjum

Vignir Vatnar Stefánsson var í efsta sæti alþjóðlega skákmótsins á Tenerife þegar tvær umferðir voru eftir með 5½ vinning af 7 mögulegum. Hann hafði þá unnið fjórar skákir og gert þrjú jafntefli en tveir argentínskir bræður, Kanadamaður og enn einn Argentínumaður sátu með Vigni í toppsætinu fyrir lokaumferðirnar tvær. Vignir Vatnar hefur verið iðinn við kolann undanfarið og teflir væntanlega á öðru móti á Tenerife að þessu loknu. Í eftirfarandi skák yfirbugaði hann andstæðing sinn án þess að hafa mikið fyrir því:

Opna mótið á Tenerife 2024; 4. umferð:

Vignir Vatnar Stefánsson – Alejandro Hoffman

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0-0 8. Dd2 Rc6 9. 0-0-0 Rxd4 10. Bxd4 Be6 11. Kb1 Da5?

Þetta afbrigði Drekans hefur slæmt orð á sér og menn telja betra að leika 9. … d5 sem getur leitt til flókinnar baráttu. En þessi leikur hefur augljósan galla sem hvítur er fljótur að notfæra sér.

12. Rd5! Dxd2 13. Rxe7+!

Þekktur millileikur. Hvítur vinnur peð.

13. … Kh8 14. Hxd2 Hfe8 15. Bxf6 Bxf6 16. Rd5 Bxd5 17. Hxd5 Be5 18. g3 g5 19. Bh3!

Mislitir biskupar skipta engu máli í þessari stöðu og eftirleikurinn er auðveldur fyrir Vigni.

19… Kg7 20. Bf5 Had8 21. Hf1 Bf6 22. f4 h6 23. Hfd1 Be7 24. a4 Hb8 25. H1d3 b6 26. Hc3 Hb7 27. Bc8 Hb8 28. Bd7 Hg8 29. Hc7 gxf4 30. gxf4 a5 31. Hf5

– og svartur gafst upp.

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku eftir að þeir birtast í Morgunblaðinu. Skákþáttur þessi birtist 31. ágúst 2024

- Auglýsing -