Íslandsmót Símans í Netskák hófst í gærkvöldi með tveimur viðureignum í 16-manna úrslitum. Hægt var að fylgjast með í beinni á sjónvarpi Símans og eins er fjöldi leiða til að fylgjast með rásum rafíþróttasambandsins (sjá hér).

Fyrra einvígi kvöldsins var viðureign Braga Þorfinnssonar og Dags Arngrímssonar. Bragi fékk boðssæti á mótið en Dagur varð hlutskarpastur í undanmótinu sem fram fór 25. ágúst á chess.com.

Bragi byrjaði einvígið betur og Dagur var snemma kominn með bakið upp við vegginn. Flestir áttu von á jöfnu og spennandi einvígi, Lengjan mat möguleika Braga sem aðeins meiri og reyndist það rétt mað að þessu sinni. Dagsformið hjá Braga var betra en hann komst í 5-1 og vantaði aðeins jafntefli til að klára þetta 10-skáka einvígi. Þá kom fyrsta mótlæti Braga í einvíginu og hann missti dautt hróksendatafl niður í tap…smá von hjá Degi en Bragi náði vopnum sínum aftur og kláraði dæmið í næstu skák, lokatölur 6-2.

Seinna einvígi kvöldsins var viðureign hjá alvöru refum en þar mættust stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson. Fyrstu þrjár skákirnar unnust allar á hvítt og Helgi með 2-1 forystu og var fyrstur til að brjóta mynstrið og náði 3-1 forystu. Þröst vantaði herslumuninn til að ógna Helga og gera einvígið spennandi en það tókst ekki að þessu sinni. Helgi hélt vel á spöðunum og kláraði einvígið 5,5-2,5.

Bragi og Helgi mætast næst í 8-manna úrslitum 17. nóvember en næst á dagskrá eru einvígi sem sýnd verða 22. nóvember milli Björns Þorfinnssonar og Olgu Prudnykovu hinsvegar og Hannesar Hlífars og Guðmundar Gíslasonar hinsvegar.

Þættir verða semsagt annan hvern sunnudag í vetur þar til við krýnum sigurvegara og Íslandsmeistara Símans í Netskák 2024!

Útsendingu er hægt að sjá hér:

- Auglýsing -