Fide uppfærði at- og hraðskákstig þann 1. september 2024

 

Atskák

Engin breyting varð á efstu mönnum eða konum í mánuðinum en Helgi Ólafsson (2504) og Olga Prudnykova (2164) eru áfram efst.

Benedikt Briem (2197) heldur toppsætinu hjá U20 á meðan Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2309) er upptekinn við annað en að tefla atskák og telst því óvirkur.

Hraðskák

Vignir Vatnar Stefánsson (2494) er efstur í atskák þrátt fyrir að hafa farið undir 2500 stiga mörkin í mánuðinum. Annars var lítil breyting á topp listanum.

Olga Prudnykova (2143) er stigahæst kvenna en Hallgerður H Þorsteinsdóttir (2002) kom sér yfir 2000 stiga múrinn í mánuðinum.

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2218) er stigahæstur ungmenna. Benedikt Briem (2138) sækir þó á hann og er kominn upp í 2. sætið.

Hannes Hlífar Stefánsson (2434) er stigahæstur á vizkualdrinum en annars var þar lítil breyting meðal efstu manna.

Hækkanir

Ricardo Jimenez (1568) hækkaði mest í atskák í mánuðinum.

Jóel Tobiasson Helmer (1508) hækkaði mest í hraðskák og var nálægt því að komast í 100 stiga klúbbinn. Hann hækkaði líka vel í atskák í mánuðinum.

Flestar skákir

Annan mánuðinn í röð er Gunnar Kr. Gunnarsson að tefla flestar atskákir á meðan Helgi Hauksson teflir flestar hraðskákir.

 

 

 

 

- Auglýsing -