Íslandsmeistari Helgi Áss með gripi góða eftir verðskuldaðan sigur á Skákþingi Íslands 2024. — Ljósmynd/SÍ

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2450) er í 2.-3. sæti með 5 vinninga að lokinni sjöundu umferð SixDays-mótsins í Búdapest. Þriðja jafnteflið í röð hjá Íslandsmeistaranum. Í morgun gerði hann stutt jafntefli við ungverska stórmeistarann Gergely Acel (2460) sem efstur á mótinu.

Helgi hefur unnið þrjár skákir og gert fjögur jafntefli.

 

 

 

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag og hefst kl. 14. Þá teflir Helgi við hinn kunna indverska stórmeistara og Íslandsvin Sahaj Grover (2496).

Um er að ræða svokallað „túrbó-mót“ en níu umferðir eru tefldar á sex dögum. Mótinu lýkur á morgun.

 

- Auglýsing -