Áfram Helgi!

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2450) tapaði tveimur síðustu umferðunum á Six Days-mótinu í Búdapest. Helgi hlaut 5 vinninga og endaði í 4.-5. sæti.

Frammistaða Helga samsvaraði 2429 skákstigum og lækkar hann um 2 skákstig.

Helgi heldur nú heim á leið þar sem hann teflir með Taflfélagi Reykjavíkur á Íslandsmóti skákfélaga.

Um var að ræða svokallað „túrbó-mót“ en níu umferðir eru tefldar á sex dögum. Það skýrir heitir mótsins!

 

- Auglýsing -