Aðalfundur SÍ, sem haldinn var 8. júní 2024 ákvað að árgjöld starfsársins 2024-25 yrðu 6.000 kr. og yrðu innheimt til þeirra sem væru með virk kappskákstig og væru fæddir 2004 eða fyrr.

Sjá: https://skak.is/2024/06/12/fundargerd-adalfundar-skaksambands-islands/

Alls eru þetta um 350 einstaklingar sem fá send greiðsluseðil vegna árgjalda SÍ. Helmingur af útgefnum kröfum rennur til SÍ en félögin fá afganginn af því sem innheimtist frá þeirra félagsmönnum. Það er því hagur félaganna að sem flestir félagsmenn greiði.

Árgjöld til skáksambanda tíðkast alls staðar í heiminum og eru yfirleitt töluvert hærri en á Íslandi. Þeim er ætlað standa undir kostnaði við stigaútreikning, félagaskrá skákmanna, skak.is og aðra þjónustu sem SÍ veitir.

Einnig sendir SÍ valkröfur á valda einstaklinga. Helmingur af því sem þar innheimtist rennur til taflfélaga viðkomandi.

Í von um jákvæð viðbrögð.

Stjórn SÍ.

 

- Auglýsing -