Línur skýrðust verulega á tvöföldum laugardegi í öllum deildum á Íslandsmóti Skákfélaga! Fjölnismenn virðast aftur ætla að standa uppi með pálmann í höndunum eftir 18. sigurinn í röð í viðureignum í efstu deild!

Úrvalsdeild – Kvikudeildin

Meistaraheppnin virðist þónokkur hjá Fjölnismönnum og nýttu þeir sér hana snemma á laugardeginum. 21.Bg5 hefði líklega verið unnið tafl hjá Stephani Briem gegn Sigurbirni en 21.Rg5 byrjaði að missa þráðinn!

Svartur slapp með skrekkinn frá og með 25. leik!

Blikar náðu jafnteflum á þremur efstu borðum en töpuðu rest!

TV unnu mikilvægan stórsigur á TG og fóru langt með að tryggja tilverurétt sinn í efstu deild að ári!

KR og TR mættust í mikilvægri viðureign

Miklar sviptingar áttu sér stað en líklegast munaði mest um að Ingvar á 6. borði missti vænlega stöðu niður í tap á sjötta borði. Hefði Ingvar boðið jafntefli aðeins fyrr hefði sagan líklegast skrifast öðruvísi. Þess í stað tapaðist þráðurinn og KR-ingar náðu jafnteflinu.

Í fjórðu umferð var sama uppi á teningnum. TR-ingar komust aftur í góða stöðu en Fjölnisseiglan hafði betur á endanum. 5-3 sigur Fjölnis hefði auðveldlega getað snúist í 4-4 jafntefli hefði Ingvar fylgt eftir góðri taflmennsku fyrstu 30+ leikina. Einhvernveginnn tókst Oliver að halda velli og nánast tryggja Fjölni Íslandsmeistaratitilinn. Fjölnismenn verða að tapa tveimur viðureignum í seinni hlutanum svo aðrar sveitir eigi séns!

Fjölnismenn eiga sigurinn nánast vísann í Úrvalsdeild. Farvötnin þurfa að falla verulega burt frá Grafavoginum svo aðrar sveitir eigi séns!

1.deild

Víkingaklúbburnn og SA virðast ætla að berjast um sigurinn í 1. deildinni!

1.deild á chess-results

2.deild

Svo virðist sem þrjú lið ætli að blanda sér í baráttuna um tvö sæti í 1. deild að ári. Fjölnir-b, Breiðablik-c og TR-c eru öll líklega að fara upp!

3.deild

Dímon bitu vel frá sér eftir erfiða byrjun. Engu að síður virðist leiðin í 2. deild liggja í gegnum KR-c og TR-d!3.deild á chess-results

4.deild

Baráttan í 4. deild virðist ætla að verða svínsleg og engin leið að spá í spilin!4.deild á chess-results

Taflmennskan heldur áfram á sunnudeginum klukkan 11:00 með fjórðu umferð í neðri deildum og fimmtu umferð í efstu deild!

- Auglýsing -