Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Í gær mættu besti skákmaður Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson, sem og formaður Breiðabliks, Kjartan Briem. Í kynningu um þáttinn segir:
Gestur þáttarins er Vignir Vatnar Stefánsson stórmeistari og langstigahæsti skákmaður landsins. Vignir er 21 árs gamall, hann er atvinnumaður í skák og er stofnandi og eigandi vefsíðunar http://www.vignirvatnar.is en þar er að finna mikið og gott kennsluefni í skák fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Kjartan Briem formaður skákdeildar Breiðabliks kíkti einnig í heimsókn í byrjun þáttarins en hann kemur svo aftur sem gestur þann 23. október nk. Vignir Vatnar fór yfir skákárið hjá sér en hann hefur teflt yfir 100 kappskákir í sumar, nefndi mótin, sagði frá sterkum mótherjum sem hann mætti, markmiðunum sem hann hefur sett sér og sagði frá vefsíðu sinni og mörgu fleira.
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.
- Auglýsing -
















