Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason er meðal keppenda á EM 65+ sem fram fer á Ítalíu. Einnig er teflt í flokki 50+ en Ísland á ekki fulltrúa þar. Mótið fer fram á Ítalíu í bænum Lignano.

Áskell er númer 38 í stigaröðinni á mótinu. Hann mætti slóvakanum Peter Lihosith (1774) í fyrstu umferð og vann sigur. Í 2. umferð í dag var Áskell á sýningarborð og nýtti tækifærið og sýndi hvað í honum býr.

Áskell hafði svart gegn sænska alþjóðlega meistaranum Nils-Gustaf Renman (2312). Áskell ruggaði engum bátum og tefldi traust. Sá sænski fór aðeins of glannalega í drottningarendataflinu sem var jafntefli en ekki eins og sá sænski tefldi það! Áskell nýtti sín tækifæri og náði sér í sigur.

Í þriðju umferð mun Áskell hafa hvítt gegn spænska alþjóðlega meistaranum Joan Pomes Marcet (2201).

- Auglýsing -