Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason heldur áfram að tefla traust á EM 65+ í Lignano á Ítalíu. Í fjóðu umferðinni í dag gerði Áskell jafntefli og hefur nú 3 vinninga af 4 mögulegum.
Áskell er númer 38 í stigaröðinni á mótinu og hafði farið vel af stað eins og áður sagði með 2 vinninga úr 2 skákum. í 4. umferð mætti Áskell alþjóðlega meistaranum Evgueni Chevelevitch (2312) frá Þýskalandi.
Áskell stýrði hvítu mönnunum og upp kom Sikileyjarvörn, Richter-Rauzer afbrigði. Keppendur sömdu jafntefli í 19. leik á miðtaflsstöðu í jafnvægi.
3 vinningar skila Áskeli í 9-21. sæti. Gamla brýnið og stórmeistarinn Rainer Knaak er einn efstur með fullt hús eftir umferðirnar fjórar.
Áskell fær aftur alþjóðlegan meistara í frá Skotlandi, Craig Pritchett (2187) frá Skotlandi. Áskell stýrir hvítu mönnunum.
- Skákir á lichess
- Chess-Results (passa að smella á 65+)
- Úrslitasíða (torlæsileg!)