Heimsmeistaramót Ungmenna í flokkum U18, U16 og U14 hófst í gær í Florianopolis í Brasilíu. Ísland á einn keppenda á mótinu en Josef Omarsson (2047) lagði í ferðalagið langa til Brasilíu og tekur þátt í U14 flokknum.
Josef er númer 31 í stigaröð af 118 keppendum. Í fyrstu umferð tefldi Josef niðurfyrir sig og mætti heimamanni, Rafael Graneto Altenhofen (1657) og náði sér í sigur.
Einungis fjögur efstu borð í hverjum flokki virðast vera í beinni útsendingu en Josef er kominn á 2. borð í 2. umferð seinna í dag þar sem hann hefur svart gegn pólska FIDE meistaranum Patryk Cieslak (2369).
Umferðir hefjast að jafnaði um 18:00 að íslenskum tíma og útsendingar 18:15.
- Auglýsing -