FIDE birti ný alþjóðleg skákstig 1. desember sl. Vignir Vatnar bætir í forskot sitt, Tristan Fannar hækkaði mest og Josef Omarsson tefldi mest.

 

Stigahæstu skákmenn og konur

Vignir Vatnar Stefánsson (2537) hækkaði um 7 stig í mánuðinum en flestir aðrir á topplistanum sem eru virkir lækkuðu. Olga Prudnykova (2274) er efst kvenna en Lenka Ptácníková (2129) hækkaði um 23 stig í öðru sæti.

Ungir og gamlir

Helgi Ólafsson (2466) náði toppsætinu á vizkualdrinum án þess að tefla en Hannes Hlífar Stefánsson (2457) fór úr fyrsta sæti niður í þriðja.

Á ungmennalistanum er mikið um stigabreytingar en ekki mikið um sætaskipti. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2377) er stigahæstur þrátt fyrir lækkun í mánuðinum.

 

 

Breytingar

Tristan Fannar Jónsson (1545) hækkaði mest eða um 78 stig í nóvember. Mikael Bjarki Heiðarsson (1985) hækkaði um 75 stig og greinarhöfundur (1868) hækkaði um 50 stig.

Duglegustu skákmenn

Josef Omarsson (1961) tefldi annan hvern dag í nóvember og Vignir Vatnar og Dagur Ragnarsson voru einni og tveim skákum á eftir honum.

 

 

- Auglýsing -