Tíunda einvígisskákin í Singapúr endaði með jafntefli.Heimsmeistarinn Ding Liren hafði hvítt og fékk agnarlítið betra tafl eftir rólega London-byrjun. Gukesh varðist með því að leitast eftir uppskiptum og snemma í miðtaflinu var ljóst í hvað stefndi þegar frekari uppskipti áttu sér stað.
Hvorugur keppenda hefur tekið mikið af áhættum í síðustu tveimur skákum og nú þegar styttist í annan endann á einvíginu fer hver að verða síðastu að ná vinningsskák. Kæmi ekki á óvart ef einvígið endar í atskák bráðabana.
Enn er jafnt nú 5-5. Fjórum skákum er ólokið.
Blaðamannafundur eftir tíundu skákina
Ellefta skákin fer fram á sunnudaginn. Skákirnar hefjast klukkan 09:00 á íslenskum tíma. Tefldar eru þrjár skákir og svo er frídagur.
- Heimasíða einvígisins
- Skákir einvígisins á lichess
- Skákir einvígisins á chess.com
- Ofurtölvurannsóknir Sesse
- Skýringar Maxime Lagarde
Stúderingar á skák #10:
Skákmenn eru eiginlega „yfirspilltir“ þegar kemur að aðgengi að efni frá heimsklassaskákmönnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um stúderingar á 10. skákinni. Þeir sem hafa verið að gera vídeó-samantektir hingað til eru menn eins og Carlsen, Caruana og Hikaru ásamt Kramnik tjá sig um gang mála!
GM Hikaru