Indverski áskorandinn Dommaraju Gukesh hefur tekið forystu í Heimsmeistaraeinvíginu eftir skelfilegan afleik ríkjandi Heimsmeistara Ding Liren í 11. einvígisskákinni sem fram fór í dag í Singapúr.
Gukesh beitti Reti-byrjun 1.Rf3 og mjög snemma tafl fengum við í raun „nýja“ stöðu en engar skákir eru í gagnagrunnum kappskáka eftir 5…Bg4 og engar skákir í milljónagrunni lichess eftir 8…Dc7. Tölvuforritin voru hrifnari af stöðu Ding framan af tafli en Gukesh virtist hafa sín plön betur á hreinu og sameinaði pressu á löngu skálínunni h1-a8 og b-línunni til að byggja upp pressu.
Heimsmeistarinn, Ding Liren, bognaði undan pressunni og lék skelfilega af sér í erfiðri stöðu.
Hvítur hefði betra tafl eftir 28…Rb4 en Ding lék skelfilega 28…Dc8?? og gafst upp eftir 29.Dxc6
Gukesh tekur því forystu og Ding væntanlega farinn að sjá eftir góðum færum fyrr í einvíginu! Ding hefur hvítt í tveimur af þremur síðustu skákunum og verður að freista þess að allavega jafna metin.
Blaðamannafundur eftir elleftu skákina
Tólfta skákin fer fram á mánudaginn. Skákirnar hefjast klukkan 09:00 á íslenskum tíma. Tefldar eru þrjár skákir og svo er frídagur.
- Heimasíða einvígisins
- Skákir einvígisins á lichess
- Skákir einvígisins á chess.com
- Ofurtölvurannsóknir Sesse
- Skýringar Maxime Lagarde
Stúderingar á skák #11:
Skákmenn eru eiginlega „yfirspilltir“ þegar kemur að aðgengi að efni frá heimsklassaskákmönnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um stúderingar á 11. skákinni. Þeir sem hafa verið að gera vídeó-samantektir hingað til eru menn eins og Carlsen, Caruana og Hikaru ásamt Kramnik tjá sig um gang mála!
GM Daniel King
GM Hikaru