Heimsmeistarinn Ding Liren sýndi enn og aftur mikinn karakter og kom til baka í Heimsmeistaraeinvíginu gegn Dommaraju Gukesh í Singapúr. Ding vann 12. skákina eftir að hafa tapað með slæmum afleik í 11. skákinni og flestir enn og aftur nánast búnir að afskrifa heimsmeistarann!
Ding beitti enska leiknum og fengu þeir upp stöðu þar sem svartur leikur snemma …d4 og var snemma komið gott líf í hvítu stöðuna. Ding tefldi skínandi vel og gjörsamlega slátraði áskorandanum.
Staðan 6-6 og aðeins tvær kappskákir eftir, hvað gerist nú?
Blaðamannafundur eftir tólftu skákina
Tólfta skákin fer fram á mánudaginn. Skákirnar hefjast klukkan 09:00 á íslenskum tíma. Tefldar eru þrjár skákir og svo er frídagur.
- Heimasíða einvígisins
- Skákir einvígisins á lichess
- Skákir einvígisins á chess.com
- Ofurtölvurannsóknir Sesse
- Skýringar Maxime Lagarde
Stúderingar á skák #12:
Skákmenn eru eiginlega „yfirspilltir“ þegar kemur að aðgengi að efni frá heimsklassaskákmönnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um stúderingar á 12. skákinni. Þeir sem hafa verið að gera vídeó-samantektir hingað til eru menn eins og Carlsen, Caruana og Hikaru ásamt Kramnik tjá sig um gang mála!
Take Take Take recap með Magnus og Hikaru