Heimsmeistarinn Ding Liren gladdi Frakkaskákmenn um allan heim með því að tefla aðeins franska vörn gegn 1.e4 og stóru fréttirnar eru þær að það gekk upp! Áskorandinn Dommaraju Gukesh náði ekki að koma höggstað á frönsku vörnina í þremur tilraunum í einvíginu í Singapúr.  Jafntefli varð niðurstaðan í 13. skákinni eftir harða baráttu. Nú kemur það í hlut Ding að stýra hvítu mönnunum í lokaeinvígisskákinni.

Staðan 6,5-6,5 og stóra spurningin hvað Ding reynir mikið í síðustu skákinni. Vill hann fara í atskákina þar sem hann telur möguleika sína liggja þar? Skak.is spáir að Ding tefli mjög rólega með jafnteflið í bakhöndinni og taki litla sénsa.

Blaðamannafundur eftir þrettándu skákina

Fjórtánda og síðast skákin hefst klukkan 09:00 á íslenskum tíma á morgun.

Verði jafnt tekur við bráðabanaeinvígi daginn eftir.

Stúderingar á skák #13:

Skákmenn eru eiginlega „yfirspilltir“ þegar kemur að aðgengi að efni frá heimsklassaskákmönnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um stúderingar á 13. skákinni. Þeir sem hafa verið að gera vídeó-samantektir hingað til eru menn eins og Carlsen, Caruana og Hikaru ásamt Kramnik tjá sig um gang mála!

Hikaru

Chessbrahs

Howell

- Auglýsing -