Nýr heimsmeistari í skák mun verða krýndur eftir 14. og síðustu skákina í Heimsmeistaraeinvíginu. Indverjinn Dommaraju Gukesh er 18. heimsmeistarinn í skák á sínu 18. aldursári eftir að hafa lagt fráfarandi heimsmeistara, Ding Liren frá Kína, að velli 7,5-6,5 með sigri í skák þeirra í dag.

Það er ekki lengra síðan en 2022 þegar Gukesh tefldi úrslitaskák gegn Praggnanandhaa á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu og nú eru þeir báðir í allra fremstu röð í heiminum.

Ding hafði hvítt í lokaskákinni og virtist hafa ágætis stöðu framan af en virtist missa tökin og fór þá leið að einfalda taflið og reyna að ná jafntefli sem fyrst og bráðabana.

Gukesh var ekki á þeim buxunum og hélt taflinu gangandi eins og hann gat. Upp kom endatafl með 3 peðum gegn 2 á sama væng Gukesh í vil en að sjálfsögðu er slíkt staða jafntefli með bestu taflmennsku.

Ding gerðist þá sekur um skelfilegan fingurbrjót í annað skiptið í einvíginu.

Ding lék hér 55.Hf2?? og leitast enn við að „redúsera primitíft“ og því miður þá var það of primitíft í þetta skiptið þar sem svartur vinnur peðsendataflið eftir þvinguð uppskipti á biskupum. Ótrúleg endalok á annars ágætis einvígi.

Skákin:

Rétt að óska Gukesh til hamingju, hann verður líklegast farsæll heimsmeistari of skáksprengjan í Indlandi heldur áfram!

Blaðamannafundur eftir fjórtándu skákina

Stúderingar á skák #14:

Skákmenn eru eiginlega „yfirspilltir“ þegar kemur að aðgengi að efni frá heimsklassaskákmönnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um stúderingar á 14. skákinni. Þeir sem hafa verið að gera vídeó-samantektir hingað til eru menn eins og Carlsen, Caruana og Hikaru ásamt Kramnik tjá sig um gang mála!

Take Take Take

Anish Giri

- Auglýsing -