VignirVatnar.is hélt áfram mótaröð sinni á Snooker & Poolstofunni Lágmúla og var mótið sem endranær sterkt og skemmtilegt. Leikar fóru þannig að Vignir Vatnar varð efstur með 8 vinninga af 9 en getur ekki unnið verðlaun á mótinu og því kom það í hlut Dags Ragnarssonar að fá fyrstu verðlaun.

Tefldar voru 9 umferðir með tímamörkunum 3+2 eins og venjulega. Snemma var ljóst að Vignir var í ágætis standi og vann hverja skákina af fætur annarri. Það var ekki fyrr en Gauti vann Vigni í 8. umferð sem að örlítil spenna komst í mótið en Vignir vann síðustu skákina og öruggur sigurvegari.

Gauti var sá eini sem náði að leggja Vigni að velli og hlaut „Bounty-verðlaun“ sem voru í boði

Dagur Ragnarsson átti gott mót og kom í mark númer tvö með 7 vinninga og svo varð Björn Þorfinnsson þriðji með 6,5 vinning.

Aðalverðlaunahafar auk Vignis

Auk aðalverðlauna voru ýmis aukaverðlaun.

  • U-2000 ELO sigurvegari varð Kristján Örn Elíasson
  • U-1800 ELO varð „fyrirliðinn“ Arnar Ingi Njarðarson
  • Stigalausu verðlaunin hlauti Ottó Snær Ingvason

VignirVatnar.is fær hrós fyrir mótahaldið og er skorað á skákmenn að styrkja Vigni áfram til góðra verka með því að gerast áskrifendur á síðunni, byrjanaefnið á síðunni er fyrsta flokks!

Snooker & Pool fær einnig hrós, Pétur tekur vel á móti skákmönnum og verðlaun vegleg auk þess sem skákaðstaðan er með fínasta móti fyrir mót af þessari stærðargráðu.

- Auglýsing -