FIDE hefur birt ný alþjóðleg skákstig. Adam og Josef Omarssynir hækka mest en annars voru litlar breytingar á efstu mönnum.
Stigahæstu skákmenn og konur
Vignir Vatnar Stefánsson (2546) er enn efstur þrátt fyrir að hafa lækkað um 4 stig í mánuðinum. Enginn annar á topp 10 listanum tefldi skák í janúar.
Olga Prudnykova (2274) er áfram efst skákkvenna.
Ungir og gamlir
Að vanda eru mestu breytingarnar hjá yngir skákmönnum. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2370) er hæstur ungmenna en Benedikt Briem (2193) og Adam Omarsson (2102) nálguðust hann í mánuðinum.
Héðinn Steingrímsson (2492) er hæstur á vizkualdrinum.
Breytingar
Bræðurnir Adam og Josef (1950) Omarssynir hækkuðu mest í mánuðinum og fór Adam þar með upp fyrir 2100 stig.
Duglegustu skákmenn
Aleksandr Domalchuk-Jonasson var lang duglegasti skákmaður landsins í janúar. Hann tefldi 18 kappskákir en Josef Omarsson var annar með 10.
Enginn kom nýr inn á lista í mánuðinum. Innlend mót sem voru reiknuð til stiga voru:
Skákþing Kópavogs
Skákþing Goðans