Hraðskákkeppni taflfélaga 2025 fer fram í Hlöðunni, Gufunesbæ miðvikudaginn 19. febrúar, klukkan 19:00. Hámark 14 sveitir. A og B sveitir ganga fyrir við skráningu. Ókeypis kaffiveitingar í Hlöðunni.
Þátttakendur á Öðlingamóti TR sem vilja tefla á hraðskákmótinu geta samið um frestun í 2. umferð við mótsaðila TR.
Mótið er 9 umferðir og tímamörkin 4 2. Hver sveit er skipuð 6 mönnum auk varamanna. Varamaður kemur ávallt inn á neðsta borð.
Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Gefin eru tvö stig fyrir sigur í viðureign og eitt stig fyrir jafntefli. Það lið sem hlýtur flest stig er Íslandsmeistari skákfélaga í hraðskák 2025 og verði tvö lið efst og jöfn er tefld einföld umferð til úrslita um titilinn (dregið um lit á borði eitt og sitthvor liturinn á næstu borðum). Séu þrjú lið eða fleiri efst og jöfn eftir 11 umferðir, tefla þau tvö lið sem hlutu flesta vinninga, til úrslita um titilinn.
Verðlaunagripir fyrir 3 efstu sveitirnar og efstu B-sveitina.
Mótsgjald er 17.000 kr. fyrir A-sveit og 8000 kr. fyrir B-sveit
Skráningarfrestur er til kl. 17 mánudaginn, 12. febrúar
Nóg er af bílastæðum, ókeypis kaffi og nammi til sölu (posi).
- Skráningarform
- Þegar skráðir sveitir
- Chess-Results