Sigurganga stórmeistarans Vignis Vatnars Stefánssonar heldur áfram og hefur hann nú þegar tryggt sér sigur og efstu verðlaun á Skákþingi Reykjavíkur þó ein skák sé eftir ótefld. Vignir vann sigur í 8. umferð og enginn keppenda getur náð honum að vinningum. Baráttan um Skákmeistara Reykjavíkur mun standa á milli FIDE-meistarana Ingvars Þórs Jóhannessonar og Olivers Arons Jóhannessonar þar sem Vignir er bæði búsettur í Kópavogi og teflir fyrir Breiðablik.
Vignir mætti Símoni Þórhallssyni á efsta borði. Vignir tefldi dýnamíska og fína skák þar sem ákvarðanir hvíts virkuðu alltaf aðeins erfiðari og smátt og smátt tók Vignir yfirhöndina í miðtaflinu. Fín skák hjá stórmeistaranum.
Blikastrákarnir Benedikt Briem og Birkir Ísak skildu jafnir. Taflið virtist ætla að verða rólegt eftir uppskipti snemma en Benedikt var heppinn að þurfa ekki að skella sér í kalda sturtu í 10. leik
Svartur fær mun betra tafl eftir 10…e5! og hvíti kóngurinn er í vandræðum (Bb4+ og Re4). Benedik náði að bjarga því sem bjargað varð og Birkir fann ekki kröftugasta framhaldið og jafntefli var samið í 16. leik.
Oliver Aron og Björn Hólm Birkisson tefldu mjög skemmtilega skák á þriðja borði. Björn tefldi af miklum krafti og fórnaði hverju peðinu af fætur öðrum fyrir hættuleg færi. Björn bætti mannsfórn við en það dugði einungis til að ná þráskák.
Hér hefði svartur fengið rosaleg færi ef hann finnur hinn magnaða leik 28…Hb8! sem minnkar spennuna á svörtu hrókunum og gerir svörtum kleyft að koma einum hrók til viðbótar í sóknina. Hvítur hefði þurft að finna hörkuvarnarleiki til að tapa ekki mjög fljótlega í þeirri stöðu!
Jafnteflið hjá Oliver gaf Ingvar góða sénsa í baráttunni um Skákmeistara Reykjavíkur. Ingvar náði góðri sóknarskák gegn Mikael sem gaf hvítum líklegast of mikið rými þegar hvíta peðið komst á f5 og kippti þar sem hvítareitabiskup svarts úr skákinni.
Bárður Örn beitti skemmtilegri Rapport hugmynd snemma tafls og fékk yfirburðastöðu gegn Lenku. Lokin voru nokkuð nett og vel heppnuð skák hjá Bárði.
Úrslit 8. umferðar:
Úrslitin tryggðu Vigni sigurinn eins og áður sagði. Arnar Milutin náði góðum sigri, Josef lagði að velli reyndan andstæðing í skemmtilegri umferð.
Staðan:
Vignir hefur tryggt sér titilinn en Blikastrákarnir koma ásamt Ingvari í öðru sæti með 6 vinninga. Ingvar stendur nokkuð höllum fæti þegar kemur að oddastigum útaf hjásetu og þarf að treysta á hagstæð úrslit eða vinna sína skák í baráttunni um Reykjavíkurmeistaratitilinn. Tapi Ingvar og Oliver báðir gætu Gauti eða Josef skotist upp fyrir þá og „stolið“ titlinum!
Baráttan í stigaflokkaverðlaunum er eftirfarandi:
Aukaverðlaun A:
Arnar Milutin, Gauti Páll eru efstur hér með 5,5 vinning, Þorvarður og Benedikt Þórisson með 5 vinninga
Aukaverðlaun B:
Josef Omarsson stendur vel með 5,5 vinning og svo er Markús Orri með 4,5 vinninga og á séns á oddastigum.
Aukaverðlaun C:
Hér er keppnin hörð en allmargir hafa 4 vinninga hér Sigurbjörn Hermannsson, Haukur Víðis Leósson og Örvar Hólm Brynjarsson standa þar best að vígi er kemur að oddastigum.
Aukaverðlaun D:
Ólafur Örn Ólafsson og Arnaldur Árni Pálsson hafa 3,5 vinning og standa best.
Pörun 9. umferðar:
Vignir hefur svart Birni en sú skák hefur lítið að segja þar sem Vignir hefur þegar tryggt sér sigurinn. Eina spennan er því í raun baráttan um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur og þar virðist Ingvar og Oliver ætla að berjast, Oliver fær hvítt gegn Benedikt Briem en Ingvar erfiðari skák á pappírnum, svart gegn teóríuhestinum Birki Ísak. Lokaumferðin verður auk þess spennandi þar sem fjölmargar skákir skipta máli í baráttu um flokkaverðlaun. Hart verður barist sem endranær í Friðrikssalnum!