Sextán manna úrslitum Síminn Invitational lauk í gærkvöld þegar þrjár grjótharðar og spennandi viðureignir fóru fram. Við fengum miklar sviptingar, afleiki, bráðabana og snilldartilþrfi! Símon Þórhallsson, Hilmir Freyr Heimisson og Vignir Vatnar Stefánsson náðu sér í farseðil í 8-manna úrslitin.

Bein útsending

Það er RÍSÍ sem heldur mótið í samstarfi við SÍ. Styrktaraðilar keppninnar eru Síminn, Lengjan, Collab og Ljósleiðarinn.

Gangur mála í viðureignum gærdagsins var eftirfarandi:

Fyrsta var á milli alþóðlega meistarans Davíðs Kjartanssonar og FIDE-meistarans Símons Þórhallssonar. Báðir komu þeir sér í úrslitin í gegnum undankeppni mótsins. Davíð er margfaldur Íslandsmeistari í netskák en Símon er sá eini sem hefur komið sér tvisvar í gegnum undankeppni mótsins. Veðbankar töldu Davíð heldur líklegri en Símon fór í hlutverk Davíðs og Davíð í hlutverk Golíats í þessari viðureign!

Símon byrjaði betur, vann fyrstu skákina og var kominn í 3-1 þegar Davíð virtist vera að ná að klóra sig til baka og náði hann því! Leikar jafnir 3-3 og við fórum í fyrsta bráðabanaeinvígið þar sem Símon endaði á að koma á óvart og fór áfram.

Önnur viðureign kvöldsins var á milli alþjóðlegu meistaranna Dags Ragnarssonar og Hilmis Freyr Heimissonar og varð sú viðureign æsispennandi. Dagur tefldi í fyrsta skipti í keppninni og hefur lengi verið einn stigahæsti netskákmaður landsins. Hilmir er einnig gríðarlega sterkur netskákmaður og var að mati Lengjunnar heldur liklegri. Eftir miklar sviptingar og afleiki var það Hilmi sem hafði betur, vann tvær síðustu skákirnar eftir að hafa staðið höllum fæti og viðureignina sjálfa 3,5-2.5

Hilmir mætir Aleksandr Domalchuk-Jonassyni í 8-manna úrslitum.

Lokaviðureignin hefði fyrirfram einnig átt að geta orðið spennandi en þar mættust: Vignir Vatnar Stefánsson, okkar sterkasti skákmaður og stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson. Vignir lék illa af sér í fyrstu skákinni og því virtist allt ætla að stefna í enn eitt háspennueinvígið. Guðmundur lék sjálfur af sér í annarri skákinni með hvítu og Vignir jafnaði strax metin. Vignir setti svo í fluggír og endaði með að vinna 4-1 og fer áfram.

Útsendingu gærkvöldsins í lýsingu Björns Ívars og Ingvars Þórs má nálgast hér að neðan:

„Bracket“ mótsins má sjá hér að neðan:

9. janúar

  • Helgi Ólafsson – Halldór B. Halldórsson 4-0
  • Jóhann Hjartarson – Ingvar Þór Jóhannesson 2-4

26. janúar

  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Bragi Þorfinnsson 0-4
  • Helgi Áss Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson 0-4
  • Björn Þorfinnsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson 4-2

9. febrúar

  • Davíð Kjartansson – Símon Þórhallsson 3-4
  • Hilmir Freyr Heimisson – Dagur Ragnarsson 3,5-2,5
  • Guðmundur Kjartansson – Vignir Vatnar Stefánsson 1-4

Vegna mikilla anna íslenskra skákmanna næstu vikur verður smá hlé á keppninni. Átta manna úrslit fara fram 9. og 16. mars. Teflt verður á hverjum sunnudegi þar til mótinu lýkur 6. apríl með úrslitum.

Í átta manna úrslitum mætast:

  • Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Stefánsson
  • Helgi Ólafsson – Ingvar Þór Jóhannesson
  • Aleksandr – Hilmir
  • Vignir – Símon
- Auglýsing -