Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur á aðalfundarfélög SÍ í gær, 11. mars 2025.
—————–
Til forsvarsmanna skákfélaga.
Stjórn SÍ , hélt sinn níunda stjórnarfund á starfsárinu 6. mars 2025
Fundargerðir stjórnar- og aðalfunda SÍ má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/
- Mótahald framundan
a) Íslandsmót barnaskólasveita, 4.-7. bekkur, og Íslandsmót grunnskólasveita, 8.-10. bekkur fara fram 29. og 30. mars. Nánari upplýsingar má finna hér: https://skak.is/2025/02/19/islandsmot-skolasveita-fara-fram-29-og-30-mars-i-rimaskola/
b) Kjördæmamót í skólaskák fara fram í mars/apríl og ætti öllum að vera lokið fyrir Reykjavíkurskákmótið. Landsmótið fer fram á Ísafirði 3. og 4. maí og verður nánar kynnt á næstunni. Upplýsingar um kjördæmamót verða birtar á skak.is.
c) Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga starfsárið 2025-26 fer að öllum líkindum fram 6.-9. eða 13.-16. nóvember 2025. Ekki er hægt að halda mótið í október 2025 v/mótahalds á vegum ECU.
d) Norðurlandamót stúlkna er haldið 25.-27. apríl í Frederica í Danmörku. Ísland sendir nokkra fulltrúa..
2. Aðalfundur SÍ 2025
Haldinn á Blönduósi laugardaginn 14. júní
3. Opna Íslandsmótið í skák – Icelandic Open
Haldið 15.-21. júní á Blönduói. Frekari kynning á mótinu og skráningarform væntanlegt í vikunni.
4. Árgjöld í skák
Á aðalfundi SÍ árið 2024 voru send árgjöld til þeirra sem höfðu virk skákstig. Einnig voru senda valkröfur á valda aðila. Innheimta árgjaldanna gekk vel og alls greiddi 291 árgjöldin. Samtals 1.746.000. Hluti þeirra var greiddur til félaganna.
SÍ óskar hér með eftir umsögnum um núverandi fyrirkomulag og/eða tillögum fyrir 1. maí nk. um nýtt kerfi við innheimtu árgjalda fyrir aðalfundinn 2025.
5. Skákskóli Íslands
Lög frá Alþingi um Skákskóla Íslands féllu niður 1. febrúar sl. Stjórn SÍ hefur ákveðið að sama stjórn og sama fyrirkomulag verði fram að aðalfundi SÍ. Stefnt er að því að því að leggja fram tillögu um ákvæði um Skákskólann inn í lög SÍ og hefur því verið beint til laganefndar SÍ.
6. Landsliðsþjálfarar
Óskað hefur verið kröftum Helga Ólafssonar og Ingvars Þór Jóhannessonar sem landsliðsþjálfarar fram yfir EM landsliða i haust hið minnsta.