Enski stórmeistarinn Simon Williams tefldi fjöldtefli á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík í kvöld. Alls tóku 14 skákmenn þátt í fjölteflinu og var fjörlega teflt. Simon er þekktur fyrir sinn skarpa stíl og skellti kóngsbragði á gesti og gangandi hægri og vinstri!

Að tafli loknu reyndist það aðeins Ingi Hafliði Guðjónsson sem náði að „marka“ stórmeistarann en Ingi sættist á skiptan hlut með mögulega aðeins betra tafl.

Simon gegn Inga

Fjölteflið var haldið í tilefni af 20 ára afmæli Goðans en framundan er glæsilegt afmælismót Goðans og líklegast eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið í dreifbýli á Íslandi! Framundan er skákhátíð í Mývatnssveit, afmælismót Goðans!

- Auglýsing -