Um helgina mun fara fram alþjóðleg keppni í hinni sögufrægu borg York á Englandi. Um er að ræða tólfta mótið í ChessMates mótaröðinni en þar leiða lið frá ýmsum löndum saman hesta sinni í unglingakeppni. Mótið verður haldið í The Guildhall, sem er ein af sögufrægari byggingum borgarinnar og hefur nýlega verið endurnýjað.
ChessMates er samtök sem stuðla að alþjóðlegum ungmennaskákmótum fyrir lið og eru meðlimir frá ýmsum löndum, þar á meðal Hollandi, Mónakó, Englandi, Þýskalandi, Írlandi og Eistlandi. Meðlimir skuldbinda sig til að halda mót á sögulegum eða menningarlegum stöðum að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára fresti, með þátttöku annarra þjóðlegra eða svæðisbundinna liða. Ísland tekur nú í annað skiptið þátt sem gestur en möguleiki er að Ísland komi að fullu inn í samstarfið.
Liðið sem Ísland sendir til leiks að þessu sinni í þessa liðakeppni sem fer fram yfir þrjá daga (fimm umferðir) er:
2005 og yngri: Benedikt Þórisson, Gunnar Erik Guðmundsson
2007 og yngri: Adam Omarsson, Sigurbjörn Hermannsson
2009 og yngri: Markús Orri Jóhannsson, Guðrún Fanney Briem
2011 og yngri: Emilía Embla B. Berglindardóttir, Tristan Nash Alguno Openia
2013 og yngri: Katrín Ósk Tómasdóttir, Tristan Fannar Jónsson
Auk Íslands eru lið frá Englandi, Írlandi og Eistlandi með Íslandi í riðli. Í hinum riðlinum eru líka fjögur lið og er fyrirkomulega þannig að tvö efstu lið úr hvorum riðli fara í undanúrslit en hin liðin keppa um sæti 5-8.
Dagskráin er eftirfarandi
- 21. mars:
- Kl. 10:00 – 1. umferð
- Kl. 15:00 – 2. umferð
- Um kvöldið – Keppendum boðið í draugaferð um York
- 22. mars:
- Kl. 9:30 – 3. umferð
- Kl. 14:30 – 4. umferð
- Um kvöldið – Gala kvöldverður og hraðskákmót
- 23. mars:
- Kl. 9:30 – 5. umferð
- Kl. 13:30 – Lokaathöfn
Við óskum íslenska liðinu góðs gengis á mótinu og hvetjum áhugasama til að fylgjast með gangi mála á opinberri heimasíðu mótsins.