Skákdeild KR heldur Barnamót laugardaginn 22. mars sem hefst klukkan 13:00 í Samfélagshúsinu Aflagranda 40. Boðið verður upp á pizzur fyrir skráða keppendur og foreldra frá klukkan 12:20.

Keppt verður í tveimur flokkum, 1.-3. bekkur og 4.-8. bekkur.  Tímamörkin eru 10 mínutur á skákmann að viðbættum 2 sekundum fyrir hvern leik.  Tefldar 7 umferðir.

Þrír efstu keppendur í hvorum flokki fá verðlaun.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.

Hægt er að skrá keppendur á síðunni:

Skráningarform

- Auglýsing -