Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2444) teflir á alþjóðlegu móti í Bad Wörishofen í Þýskalandi sem hófst í gær.

Í fyrstu umferð, sem fram fór í gær, vann hann Portúgalann Simao Pinter (2031). Í 2. umferð sem fram fer í dag teflir Nesi við Nikolai Grebennikov (2176), sem teflir undir flaggi FIDE.

Hannes teflir í a-flokki þar sem 110 keppendur taka þátt og þar af átta stórmeistarar.  Hanner fimmti í stigaröð keppenda. Ekki er boðið upp á beinar útsendingar. Tefldar eru níu umferðir. Mótinu lýkur 29. mars

 

- Auglýsing -