Mynd frá Páskaskákmóti 2024

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 7 apríl kl. 13:00.

Eins og ávalt hjá Vinaskákfélaginu verða góðir vinningar í boði.

Skákdómari verður Róbert Lagerman og mótstjóri er Hörður Jónasson

Í hléi verður hægt að gæða sér á vöflum og kaffi.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mín á klukkunni.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Borgarstjóri: Heiða Björg Hilmisdóttir mun koma í heimsókn og leika fyrsta leikinn.

Nýtt hjá Vinaskákfélaginu, en það verður útnefndur Skákmaður ársins 2024 hjá Vinaskákfélaginu og einnig Skákmaður Athvarfa, Búsetukjarna og Sambýli 2024 hjá Vinaskákfélaginu.

Dagskráin er svohljóðandi:

Klukkan 13:00 verður afhent verðlaun fyrir Skákmaður ársins 2024 hjá Vinaskákfélaginu, einnig verður afhent verðlaun fyrir Skákmaður Athvarfa, Búsetukjarna og Sambýla 2024 hjá Vinaskákfélaginu.

Klukkan 13:10 býður Vinaskákfélagið Borgarstjóra að koma upp í Skákhofið okkar og rita nafn sitt á sérstakt skákborð sem hangir upp á vegg. Tekið verður mynd af því tækifæri.

Klukkan 13:20 býður Vinaskákfélagið Borgarstjóra að leika fyrsta leikinn í Páskaskákmótinu okkar og verður tekin mynd af því tilefni.

Um klukkan 14:00 verður gert hlé á skákmótinu og verður boðið upp á Kaffi og rjómavöfflur. Gaman væri ef Borgarstjóri væri enn hjá okkur til fá sér kaffi og rjómavöfflur.

Um klukkan 15-15:30 verður skákmótið búið og verður þá verðlaunaafhending.

Verðlaun á Páskaskákmótið:

1 sætið. Gull verðl.pen. + Páskaegg.

2 sætið. Silfur verðl.pen. + Páskaegg.

3 sætið. Brons verðl.pen + Páskaegg.

Aukaverðlaun: Páskaegg.

Allir velkomnir.

Skráningarform er inn á heimasíðu félagsins:  Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 7 apríl 2025

Þegar skráðir skákmenn: Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 2025

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

- Auglýsing -