FIDE birti ný at- og hraðskákstig 1. apríl sl. Pétur Úlfar Ernisson hækkaði mest í báðum flokkum og það sem meira er náði hann yfir 100 stiga hækkun í báðum.
Atskák
Stigahæstu skákmenn og konur
Þröstur Þórhallsson (2463) er stigahæsti atskákmaður landsins og Lenka Ptácníková (2111) er stigahæst skákvenna.
Ungir og gamlir
Alexandr Domalchuk-Jonason (2287) og Þröstur Þórhallsson (2463) eru efstir hjá ungum og á vizkualdrinum, en eins og oftast eru litlar breytingar á topplistanum.
Hraðskák
Stigahæstu skákmenn og konur
Vignir Vatnar Stefánsson (2540) og Olga Prudnykova (2116) eru stigahæst. Dagur Ragnarsson (2402) tók stærsta stökkið en með 34 stiga hækkun fór hann upp í 5. sæti. Arnar Milutin Heiðarsson (2265) kemur nýr inn á topp 20 listann með 29 stiga hækkun.
Ungir og gamlir
Efstu sætin eru óbreytt bæði hjá ungum og á vizkualdrinu. Alexandr Domalchu-Jonasson (2261) og Helgi Ólafsson (2413) sitja í þeim. Markús Orri Óskarsson (2065) fór upp í 5. sæti hjá ungum með 70 stiga hækkun en nýr á lista á vizkualdrinum er félagi hans í SA Áskell Örn Kárason (2126) með 38 stiga hækkun.
Breytingar
Pétur Úlfar Ernisson hækkaði mest í bæði atskák og hraðskák í mánuðinum, um 159 stig í atskák og 120 í hraðskák. Annars eiga ungir skákmenn flest sætin á topplistanum þó náðu tveir efnilegir en ekki ungir úr Taflfélagi Garðabæjar góðri hækkun í hraðskák.
Fjöldi
Pétur Úlfar Ernisson tefldi mest í atskák í mánuðinum, 19 skákir, og Arnar Ingi Njarðarson tefldi langmest í hraðskák eða 57 skákir.
Nýir á lista
9 skákmenn koma nýir inn á lista. Emilía Sigurðardóttir (1682) kemu stigahæst inn í atskák og Gunnar Finnbogi Gunnarsson (1857) kemur stigahæstur inn í hraðskák.