Fyrri umferð dagsins á Reykjavíkurskákmótinu í boði Kviku eignastýringar og Brim er lokið. Stigahæsti maður mótsins Parham Maghsoodloo lét til sín taka og lagði Muhammad Muradli að velli en sá hafði unnið allar fimm skákir sínar til þessa. Jóhann Hjartarson vann franskan alþjóðlegan meistara á gríðarlega sannfærandi hátt en Guðmundur missti af dauðafæri gegn Gupta. Vignir rétti sinn hlut aðeins og er í nánd við efstu menn.

🔝 Toppsæti mótsins – eftir 6 umferðir
-
GM Parham Maghsoodloo (IRI) lagði Muradli og náði 5.5 vinningum – jafnt efstur með:
-
GM Vasyl Ivanchuk (UKR) sem lagði GM Ivic (SRB).
-
Níu skákmenn eru með 5 vinninga og elta toppinn skammt undan.
🇮🇸 Sterk frammistaða Jóhanns – efstur Íslendinga

-
GM Jóhann Hjartarson vann IM Kevin Terrieux (FRA) í 6. umferð og er kominn með 5 vinninga. Sigur Jóhanns var einstaklega sannfærandi. Hann kæfði andstæðing sinn gjörsamlega og ýtti honum út af borðinu mótspilslausum!
-
GM Vignir Vatnar Stefánsson er eini Íslendingurinn með 4.5 vinninga. Hann náði í góðan sigur með Catalan-byrjun þar sem biskuparnir fengu aldeilis að njóta sín!

-
Allmargir Íslendingar hafa 4 vinninga, þar á meðal Guðmundur Kja, Hannes Hlífar, Björn Þorfinnsson og Benedikt Briem sem er að eiga ágætis mót.
🔮 7. umferð – spennandi skákir í vændum
-
Jóhann Hjartarson mætir GM Eltaj Safarli (AZE) á 3. borði – Jóhann hefur svart en er enn og aftur mættur „á sviðið“ á Reykjavíkurskákmótinu.
-
Vignir Vatnar Stefánsson mætir Vuppala Prraneeth (IND) og fær tækifæri að blanda sér í baráttuna um gott lokasæti þrátt fyrir brösuga byrjun.
-
Benedikt Briem mætir GM Sebastien Maze (FRA).
- Fjölmargir Íslendingar mæta streymurum. Sigurbjörn Björnsson mætir Önnu Cramling, Þröstur fær Marcel Petersen og Guðmundur Gíslason mætir „skáknirðinum“ Zachary Saine.

- Lenka Ptacnikova og Hilmir Freyr mætast en þau hafa teflt mikið innbyrðis undanfarið og skipst á stórum höggum sín á milli!
Seinni umferðin hefst klukkan 16:00
Skákir í beinni:
Tenglar á helstu streymara:
- Anna Cramling – streymi frá 6. umferð
- GM Simon Williams á Twitch
- Kostya frá ChessDojo
- TheChessNerd á Twitch
- Tamara Kadovic (Loneliwinter) á Twitch
- Chessgenie (þýskt)
Úrslit og Paranir á Chess-Results