Landsliðskonan þrautreynda og Íslandsmeistarinn margfaldi, Lenka Ptacnikova situr nú að tafli í Olomouc í Tékklandi. Þar fara á hverju ári fram lokaði IM og GM-flokkar og er Lenka að tefla í IM-flokki.
Andstæðingar Lenku eru nánast allir stigahærri enda Lenka næststigalægst í flokknum. Lenka hefur 2,5 vinning eftir 8 umferðir, 5 jafntefli og 3 töp. Fyrir lokaumferðina er Lenka í stigagróða og stefnir væntanlega á að halda því í lokaumferðinni.
Skákir Lenku: (ýta á punktana til að velja skák)
- Auglýsing -
















