Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-farana, einn á dag. Í dag kynnum við til okkar langreyndasta liðsmann í kvennaflokki, Lenku Ptácníkovu.

Nafn
Lenka Ptácníková
Félag
TG
Hversu oft hefurðu farið á EM landsliða?
Hmmm, ekki hugmynd! En ekki svo oft. Í Tékklandi var á sínum tíma venja að senda A liðið á Ólympíumótið og B liðið á EM, svo fór ég minnir mig á EM í fyrsta sinn á Íslandi og fórum þá ekki einu sinni alltaf. 25 ár hér í landi, þá kannski 6x á EM?
Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?
Þessa dagana var ég að tefla í Noregi, enginn tími fyrir Netflix eða annað slíkt! 
Uppáhaldsskákmaður og af hverju?
Æii, svo margt að velja! En þá, sem mótið úti sem ég tefldi var mikið Piu Cramling til heiðurs, vel ég á þessu sinni hana. Reyndar ótrúlega gáfuð kona og teflir með hjarta!
Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?
Gunnar, heldur þú virkilega að ég horfi á fótbolta? Bjartsýnn!!!
Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?
Drekinn. Þótt yfir yfirleitt tefli ég Dreka ekki lengur, er það æskuást.
Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?
Það fer eftir hvaða mót þetta eru. Smá göngutúr, bók, og já….Candy Crush líka! Auðvitað er alltaf gaman að hita gamla vini og kynnast nýju fólki.
Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?
Nei, því miður!
Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?
Næstþekktustu? Ekki viss. Skákkonur í Georgíu bera bara ótrúlegu virðingu í samfélaginu og eru víst mjög vinnsælar mjög margar þar. Ekkert skrítið að georgískar skákkonur náðu að klifra upp á efstu sætin í mörgum keppnum og verða heimsmeistrarar í kvennaflokki og minnir mig jafnvel ólympíumeistrarar. Þær eru mjög sýnilegar í fjölmiðlum í landinu og margar stúlkur þar telja skák að vera mjög cool. Hmm, en næstþekktust? Hvort Gaprindashvili? Nei, nei, það getur ekki verið, eftir The Queens´s gambit verður hún líklega lang þekktust þeirra. Segjum þá Chiburdanidze
Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?
Ég vil sjá Anish Giri að keppa um titlinn.
Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana?
Povídky z jedné a z druhé kapsy eftir Karel Capek.
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM landsliða nú? 
Búin að fara gegnum góðri blöndu af stúderingu, mótum og göngutúrum, svo er bjartsýn gagnvart móti. Nýkomin frá sterku móti í Noregi þar sem gekk mér bara mjög vel.
Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?
Ekki hugmynd…ekki séð myndina….
Markmið þín á mótinu?
Að gera mitt besta. Fyrsta borð verður sterkt, en skemmtilegt verkefni. Vona að minnka þreyttu og blindu á taflborðinu og að hjálpa liðinu að komast eins langt og hægt er. Vona að ná góðum og skemmtilegum skákum að getum styðja góðri og  jákvæðri umræðu um kvennskák á Íslandi og fá fleirum stúlkum við taflborðið. Því það er víst skemmtilegt að tefla!
Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?
Georgía finnst mér lang líklegust í kvennafloki og giski á Holland í opnum flokki.
Áfram?
Ísland!  ….og til hamingju með daginn Gunnar!
- Auglýsing -