Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-faranna, einn á dag. Í dag kynnum við Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur, forseta SÍ, sem teflir með kvennaliðinu.
- GM Vignir Vatnar Stefánsson
- GM Guðmundur Kjartansson
- IM Dagur Ragnarsson
- GM Hannes Hlífar Stefánsson
- IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson
- WGM Lenka Ptácníková
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- WCM Guðrún Fanney Briem
- WCM Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- WCM Iðunn Helgadóttir
- FST/GM Helgi Ólafsson
- FT/FM Ingvar Þór Jóhannesson
Nafn:
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Félag:
Skákdeild Hauka
Hversu oft hefurðu farið á EM landsliða?
Ég held þetta verði þriðja skiptið mitt á EM landsliða
Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?
Only murders in the building á Disney+
Uppáhaldsskákmaður og af hverju?
Dubov og Judit Polgar, er það ekki augljóst?
Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?
Held áfram hörðum spádómum um stöðu ManU og segi að þeir falli!!
Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?
Módern og Kings indian attack, af því taktík og fórnir eru skemmtilegar
Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?
Göngutúrar og tónlist
Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?
Las Vegas!
Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?
Ekki hugmynd
Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?
Hikaru Nakamura
Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana?
The great hunt
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM landsliða nú?
Aðallega með byrjana undirbúning skáklega, göngutúrar líkamlega og hvíld milli verkefna fyrir þann andlega
Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?
Tinder svindlarinn var handtekinn í Batumi
Markmið þín á mótinu?
tefla góðar skákir
Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?
Georgíu
Áfram?
Ísland
















