Helgi að leika fyrsta leikinn í skák Braga á Haustmóti TR 2023. Þeir eru báðir komnir í 8-manna úrslit

Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-faranna, einn á dag. Í dag kynnum við Helga Ólafsson landsliðsþjálfara í opnum flokki til leiks.

Nafn

Helgi Ólafsson

Félag

TV

Hversu oft hefurðu farið á EM landsliða?

Þetta er sennilega sjötta mótið.

Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?

Þáttaröð um Simon Bolivar.  

Uppáhaldsskákmaður og af hverju?

Á engan uppáhaldsskákmann.

Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?

Efri helming.

Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?

Engin sérstök.

Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?

Göngutúrar eru alltaf góðir.

Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?

Hef ekki hugmynd.

Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?

Chiburdanidse.  

Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?

Caruana eða Giri.

Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana?

Violeta eftir Isabellu Allende.

Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM landsliða nú?

Liðið og liðsmenn eru að hittast á æfingum þessa dagana.

Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?

Hef ekki hugmynd.

Markmið þín á mótinu?

Að liðið og liðsmenn nái að bæta ætlaðan árangur sinn.

Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?

Aserbadisjan

Áfram?

Ísland.

- Auglýsing -