Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-farana, einn á dag. Síðastur til að vera kynntur til leiks af keppendum er okkar bezti maður, Vignir Vatnar Stefánsson. Á morgun fer svo undirritaður yfir „rétt svör“.

Nafn
Vignir Vatnar Stefánsson
Félag
Breiðablik
Hversu oft hefur þú farið á EM landsliða?
Bara einu sinni árið 2023 í Svartfjallalandi, ennþá sár út í Yngvar að velja mig ekki 2021.
Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?
Horfi ekki á þætti eða myndir því sá tími á að vera nýttur í skák myndbönd frekar!
Uppáhaldsskákmaður og af hverju?
Friðrik Ólafsson. Segir sig sjálft.
Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?
Neðri helming. Segir sig sjálft.
Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?
Catalan, byrjunin sem gerði mig að stórmeistara.
Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?
Lyfta þungum lóðum.
Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?
Las Vegas
Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?
Ætli það sé ekki Nana Dzagnidze
Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?
Finnst Caruana eiga skilið að fá einn heimsmeistaratitil en líklegt að þetta verði bara Indverja slagur með Pragg
Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana?
4 árstíðir sem er sjálfs ævisaga eftir Reynir Finndal Grétarsson, mæli með.
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM
landsliða nú?
Búnar að vera góðar æfingar með landsliðinu að fara yfir ýmislegt! Annars er það bara lyfta þungum lóðum og fara í saununa.
Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?
Hann var handtekinn þar um daginn.
Markmið þín á mótinu?
Standa mig vel á fyrsta borði fyrir Ísland og Friðrik!!!
Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?
Búlgaría kvenna megin og karla megin segi ég Ísland og Armenar
Áfram?
Áfram NA og CM Alexander Oliver Desember
- Auglýsing -