Áskorendurnir tóku keppendur Skákþings Íslands til fyrirmyndar og spöruðu jafnteflin í tófltu umferð áskorendamótsins sem fram fór í dag. Baráttan úr nú einvöngu á milli Ian Nepomniachtchi, sem vann Wang Hao, og Anish Giri sem lagði Fabiano Caruana að velli. MVL vann Alekseenko og Ding Liren hefði betur gegn Grischuk.
Nepo eru efstur 8 vinninga og Giri annar með 7½ vinning. Næsti maður er með 6½ vinning. Staða Rússans er hins mun vænlegri en Hollendingsins því ef þeir verða jafnir gilda innbyrðis úrslit og þar vann Nepo fyrri skákina.
Staðan
Frídagur er á morgun. Í þrettándu og næstsíðustu umferð sem fram á mánudaginn mætast:
- Nepo (8) – MVL (6½)
- Grischuk (5½) – Giri (7½)
- Wang Hao (5) – Caruana (6)
- Alekseensko (4½) – Ding Liren (5)
Margar leiðir eru til að fylgjast með mótinu. Hér eru þær helstu.
- Auglýsing -












