Vignir að tafli

Prýðilega gekk í sjöundu umferð HM ungmenna (u20) í dag. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson vann litháíska FIDE-meistarann Pijus Stermavicius (2363) en Birkir Ísak Jóhannsson (2165) gerði jafntefli við ítalska FIDE-meistarann Francesco Bettalli (2267).

Vignir hefur 4½ vinning og er í 16.-34. sæti. Birkir er í 53.-74. sæti með 3½ vinning. Áttunda umferð af ellefu fer fram á morgun.

Alls taka 118 skákmenn frá 58 löndum þátt. Þar af 13 stórmeistarar. Vignir er nr. 24 í stigaröð keppenda en Birkir er nr. 91. Mótið fer fram 12.-22. október.

- Auglýsing -