Barna- og unglingaæfingar TR: Framhaldsflokkur

    0
    4297
    Hvenær:
    25. nóvember, 2018 @ 10:30 – 12:00
    2018-11-25T10:30:00+00:00
    2018-11-25T12:00:00+00:00
    Hvar:
    Taflfélag Reykjavíkur
    12, Faxafen, Reykjavík
    Iceland
    Barna- og unglingaæfingar TR: Framhaldsflokkur

    Framhaldsflokkur er með svipuðu sniði og undanfarin misseri. Æfingunum er ætlað að koma til móts við þau skákbörn TR, af báðum kynjum, sem hafa mikinn áhuga á að taka framförum í skáklistinni. Þessar æfingar eru hugsaðar fyrir börn sem hafa æft skák áður og hafa reynslu af að tefla í skákmótum.

    Á æfingunum kynnast nemendur hugmyndum og nöfnum á helstu skákbyrjunum og hvernig útfæra eigi áætlun í miðtafli út frá byrjunartaflmennsku. Jafnframt verður lögð áhersla á að nemendur læri lykilatriði í endatöflum og geti sýnt fram á kunnáttu sína við taflborðið. Á æfingunum munu nemendur fylgjast með fyrirlestrum og kennslu þjálfara og leysa verkefni úr kennsluefninu bæði einir og sér og í hóp, á verkefnablöðum og við taflborð. Nemendur verða hvattir til þátttöku í skákmótum og leiðbeint um val á mótum. Jafnframt fá nemendur leiðbeiningar um hvernig þeir geti æft sig sjálfir heima, hafi þeir áhuga á. Æfingarnar eru á sunnudögum og þriðjudögum.

    Umsjón með æfingunum hefur Björn Ívar Karlsson

    - Auglýsing -