Landsmótið í skólaskák 2023

    0
    746
    Hvenær:
    10. júní, 2023 @ 11:00 – 11. júní, 2023 @ 16:00
    2023-06-10T11:00:00+00:00
    2023-06-11T16:00:00+00:00
    Hvar:
    Siglingaklúbburinn Ýmir
    Naustavör 14
    200 Kópavogur
    Ísland
    Landsmótið í skólaskák 2023 @ Siglingaklúbburinn Ýmir | Kópavogur | Kópavogsbær | Ísland

    Úrslit Landsmótsins í skólaskák fara fram laugardaginn 10. og sunnudaginn 11. júní við glæsilegar aðstæður í húsnæði Siglingaklúbb Kópavogs að Naustavör 14. Úrslitin verða tefld í tólf manna flokkum þar sem allir tefla við alla. Keppendum verður boðið upp á holla orku (ávexti o.s.frv.) meðan á mótinu stendur.

    Teflt er í þremur flokkum, 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.

    Umhugsunartími: 15 mínútur á mann með 5 sekúndna viðbótartíma á leik. Mótin verða reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga.

    Dagskrá:

    Laugardagurinn, 10. júní, Kl. 11:00 – u.þ.b. 17:00

    Sunnudagurinn, 11. júní, Kl. 11:00 – u.þ.b. 16:30

    Mæting á laugardegi 10:40 – klukkur fara í gang 11:00.

    Verði keppendur jafnir í efsta sæti tefla þeir einvígi um titilinn með hraðskáktímamörkum. 5 03. Einvígi fer fram að lokinni verðlaunaafhendingu. Um önnur sæti gilda mótsstig.

    Verðlaun í elsta flokki:

    1.     Ferðastyrkur á mót erlendis að verðmæti 80.000 kr.
    2.     Ferðastyrkur á mót erlendis að verðmæti 50.000 kr.
    3.     Inneign hjá Skákbúðinni að verðmæti 20.000 kr.

    Efsti keppandi af landsbyggð: Inneign hjá Skákbúðinni að verðmæti 20.000 kr.

    Verðlaun í yngri flokkum

    1.     Ferðastyrkur á mót erlendis að verðmæti 50.000 kr.
    2.     Ferðastyrkur á mót erlendis að verðmæti 30.000 kr.
    3.     Inneign hjá Skákbúðinni að verðmæti 20.000 kr.

    Efsti keppandi af landsbyggð: Inneign hjá Skákbúðinni að verðmæti 20.000 kr.

    Keppendur af landsbyggðinni fá ferðastyrk gegn framvísun kvittana.

    • Flug fyrir þá sem það þurfa
    • Gisting ef nauðsynleg
    • Endurgreiddur bensínkostnaður fyrir keppendur utan höfuðborgarsvæðisins sem koma keyrandi. Miðað er við 25 kr. á kílómeter

    Skákstjóri verður Daði Ómarsson.

    - Auglýsing -