Opið hús Skákskóla Íslands

    0
    226
    Hvenær:
    3. júní, 2024 @ 13:00 – 28. júní, 2024 @ 17:00
    2024-06-03T13:00:00+00:00
    2024-06-28T17:00:00+00:00
    Hvar:
    Skákskóli Íslands
    Faxafen 12
    108 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    10000
    Opið hús Skákskóla Íslands @ Skákskóli Íslands | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

    Rétt eins og undanfarin sumur ætlar Skákskóli Íslands að hafa Opið hús fyrir nemendur sína og áhugasöm börn og unglinga í húsnæði skólans að Faxafeni 12.

    Aldurstakmörk eru miðuð við 20 ár. Opna húsið stendur hvern virkan dag frá 3. – 28. júní, kl. 13–17. Það er frjáls mæting hvenær sem er á þessum tíma. Umsjónar- og ábyrgðarmaður opna hússins verður Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands og núverandi landsliðseinvaldur. Eins og í fyrra verður Birkir Ísak Jóhannsson honum til halds og trausts sem umjónarmaður Opna hússins með viðveru allan tíman í júní en einnig verður kallað eftir þátttöku þekktra meistara sem munu hafa margvísleg hlutverk.

    Opna húsið er ekki síst miðað við þau ungmenni, pilta og stúlkur, sem vilja bæta sig í skákinni og er heppilegur staður fyrir “hitting” félaga hvenær sem hentar. Allir þeir sem tóku þátt í Opna húsinu í fyrra er boðnir sérstaklega velkomnir.

    Opna húsið er ekkki síst vettvangur fyrir þá sem hyggja á þátttöku á mótum innanlands og utan og má þá nefna alþjóðleg unglingamót t.d. EM ungmenna í Prag í sumar. Miðað er við að þátttakendur séu á alþjóðlegum stigalista FIDE. Undantekningar verða gerðar ef sérstök ástæða þykir til.

    Mæting er frjáls innan tímarammans en auðvitað eru þátttakendur hvattir til að mæta sem oftast. Þeir geta tekið með sér nesti en reglur um umgengi verða áréttaðar þegar opna húsið hefst. Lögð er áhersla á góða framkomu allra þátttakenda.

    Meðal þess sem Skákskólinn mun leggja til opna hússins er eftirfarandi:

    1. Klukkufjöltefli hvern föstudag við þekktan meistara með tímamörkunum 90 30. Skákir verða skrifaðar niður og verðlaun veitt í lok júnímánaðar fyrir bestu frammistöðu þátttakenda.
    2. Yfirferð efnis frá Chessable.
    3. Safnskákir þekktra skákmeistara teknar til meðferðar.
    4. Bókasafn Skákskólans verður opið þátttakendum, hugbúnaðar o.fl. Þá mun Skákskólinn kaupa inn ný og ferskt efni sérstaklega fyrir Opna húsið.
    5. Skákmót með styttri umnhugsunartíma.
    6. Æfingar í þekktum endatöflum, miðtöflum og byrjunum.  .
    7. Kynning á þáttum skáksögunnar, gömul heimsmeistaraeinvígi rifjuð upp svo dæmi sé tekið.

    Dagskráin verður nánar tilgreind síðar hvað varðar tímasetningar einstakra liða.

    Kostnaði verður haldið í lágmarki og er áætlaður kr. 10 þús fyrir hvern þátttakenda.

    - Auglýsing -