Skákstig

Íslensk skákstig


Inngangur 

1.desember 2010 var byrjað að reikna íslensk skákstig hjá chess-results.com. Það var Austurríkismaðurinn Heinz Herzog hjá Chess-Results sem skrifaði viðbætur við Swiss-Manager forritið og Chess-Results stigaþjónustuna til þess að unnt væri að reikna íslensku stigin þar.

Slóðin inn á stigaþjónustuna er: http://chess-results.com/isl/

Áður voru íslensku skákstigin reiknuð af Daða Erni Jónssyni 1984-1998,  Halldóri Grétari Einarssyni með Skákaranum 1998-2006 og Omari Salama með Skákaranum 2006-2010.

Í grundvallaratriðum er beitt þeim aðferðum sem kenndar eru við stærðfræðinginn Arpad E. Elo.

Almenn atriði

Umsjón útreikninga

Stjórn Skáksambands Íslands skipar sérstaka nefnd, skákstiganefnd, sem hefur umsjón með útreikningi íslensku skákstiganna og sendingu íslenskra skákmóta til útreiknings hjá FIDE.  Íslensku skákstigin eru reiknuð hjá chess-results.com. Mótum skal að jafnaði skila rafrænt inn á chess-results.com stigaþjónustuna með aðstoð Swiss-Manager forritsins.

Hver sendir upplýsingar til skákstiganefndar?

Það er hlutverk skákstjórans að senda inn niðurstöður móts ásamt öllum upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir stigaútreikningana. Skákstiganefnd tekur einnig við upplýsingum frá skákmönnum sjálfum ef þær eru fullnægjandi. Áríðandi er að senda inn allar nauðsynlegar upplýsingar strax að móti loknu.

Kröfur um tímamörk

Öll mót sem tefld eru innanlands þar sem hvor skákmaður hefur að minnsta kosti 60 mínútur til að ljúka skákinni eru tekin til útreiknings. Ef teflt er með viðbótartíma þá eru tímamörkin uppreiknuð miðað við 60 leikja skák.

Upplýsingar sem senda þarf með móti

Eftirtaldar upplýsingar þurfa alltaf að fylgja mótstöflunni:
1. Kennitölur þátttakenda.
2. Upphafs- og lokadagur móts ásamt dagsetningu hverrar umferðar.

  1. Tímamörk skákanna verða að fylgja svo mögulegt sé að dæma um hvort mótið (eða hugsanlega hluti þess) sé hæft til útreiknings.
    4. Ótefldar skákir skulu vera merktar sérstaklega því slíkar skákir eru ekki reiknaðar til stiga.

Sjá nánar: Reglugerðin um útreikning skákstiga

Leiðbeiningar fyrir almenna skákmenn

Eftir að komið er inn á http://chess-results.com/isl :

 

Að sjá leiðbeiningar á íslensku:

Valinn “ISL” hnappurinn ofarlega t.v.

Að skoða stigalista: 

Flipinn “Skákstig” valinn og svo dagsetning stigalistans sem skoða á í flettiglugga.

Leitað að einstöku nafni, eða halað niður Excel skjali með heildarlistanum.

Að skoða stigaþróun eða nákvæma sundurliðun á útreikningi:

Flipinn “Skákstig” valinn og svo dagsetning stigalistans sem skoða á í flettiglugga.

Leitað að nafni viðkomandi og síðan stutt á “Nákvæmt” hnappinn.

Að skoða bráðabirgðaútreikning fyrir líðandi stigatímabil:

Flipinn “ratings-preview” valinn.

Leitargildi sett inn og svo í framhaldinu valinn “Nákvæmt” hnappurinn.

Að skoða skákmót:

Flipinn “Skákmót” valinn og svo dagsetning stigatímabilsins sem skoða á í flettiglugga.

Stutt á “Search”   ->  Núna er hægt að sjá stöðu allra móta  sem hafa verið skráð inn á því tímabili.

Til að sjá mótstöfluna í viðkomandi móti er stutt á “Breyta” og svo “Show Tournament”

Að skoða grunnupplýsingar um skákmann:

Flipinn “Skákmannagrunnur” valinn og leitað að nafni.

Leiðbeiningar fyrir skákstjóra og skákstiganefnd SÍ

1.mars 2011 og síðar, sjá: http://chess-results.com/isl/