Ný alþjóðleg skákstig eru komin út. Litlar breytingar eru á listanum enda fá innlend kappskákmót reiknuð til skákstiga í janúar. Héðinn Steingrímsson (2574) er sem fyrr stigahæsti íslenski skákmaðurinn.

Stigalistinn í heild sinni.

Topp 20

Héðinn Steingrímsson (2574) er stigahæstur íslenskra skákmanna. Í næstu sætum eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2565) og Jóhann Hjartarson (2536). Aðeins einn skákmaður á topp 20 átti reiknaða kappskák á tímabilinu en það var Henrik Danielsen.

No. Name Tit jan.18 Diff Gms
1 Steingrimsson, Hedinn GM 2574 0 0
2 Gretarsson, Hjorvar Steinn GM 2565 0 0
3 Hjartarson, Johann GM 2536 0 0
4 Stefansson, Hannes GM 2523 0 0
5 Olafsson, Helgi GM 2508 0 0
6 Petursson, Margeir GM 2499 0 0
7 Danielsen, Henrik GM 2496 3 2
8 Gunnarsson, Jon Viktor IM 2466 0 0
9 Arnason, Jon L GM 2457 0 0
10 Kristjansson, Stefan GM 2447 0 0
11 Gretarsson, Helgi Ass GM 2441 0 0
12 Kjartansson, Gudmundur IM 2438 0 0
13 Gunnarsson, Arnar IM 2428 0 0
14 Thorfinnsson, Bragi IM 2426 0 0
15 Thorsteins, Karl IM 2426 0 0
16 Thorhallsson, Throstur GM 2418 0 0
17 Kjartansson, David FM 2409 0 0
18 Thorfinnsson, Bjorn IM 2400 0 0
19 Ulfarsson, Magnus Orn FM 2371 0 0
20 Arngrimsson, Dagur IM 2370 0 0

Nýliðar

Tveir nýliðar eru á listanum. Annars vegar Einar Örn Hreinsson (1509) og hins vegar Baldvin Kristjánsson (1448).

No. Name Tit jan.18 Diff Gms
1 Hreinsson, Einar Orn 1509 1509 5
2 Kristjansson, Baldvin 1448 1448 5

Mestu hækkanir


Gunnar Erik Guðmundsson (+86) hækkaði mest allra frá desember-listanum. Í næstu sætum koma Jón Eggert Hallsson (+47) og Birgir Logi Steinþórsson (+46).

 

No. Name Tit jan.18 Diff Gms
1 Gudmundsson, Gunnar Erik 1491 86 7
2 Hallsson, Jon Eggert 1684 47 6
3 Steinthorsson, Birgir Logi 1080 46 4
4 Sighvatsson, Palmi 1694 45 2
5 Geirsson, Kristjan 1608 45 6
6 Briem, Benedikt 1464 36 5
7 Mai, Alexander Oliver 1970 34 5
8 Thorisson, Benedikt 1143 32 6
9 Andrason, Pall 1858 24 7
10 Davidsson, Oskar Vikingur 1854 20 6


Stigahæstu ungmenni landsins (1998 og síðar)

Nokkrar breytingar eru núna á ungmennalistanum þar sem ungmenni fædd 1997 detta nú út úr hópnum. Jón Kristinn Þorgeirsson (2319) er stigahæstur, Vignir Vatnar Stefánsson (2304)annar og Oliver Aron Jóhannesson (2277) þriðji.

No. Name Tit jan.18 Diff Gms B-day
1 Thorgeirsson, Jon Kristinn FM 2319 0 0 1999
2 Stefansson, Vignir Vatnar FM 2304 0 0 2003
3 Johannesson, Oliver FM 2277 0 0 1998
4 Birkisson, Bardur Orn CM 2190 0 0 2000
5 Jonsson, Gauti Pall 2161 0 0 1999
6 Heimisson, Hilmir Freyr CM 2136 0 0 2001
7 Birkisson, Bjorn Holm 2084 0 0 2000
8 Mai, Aron Thor 2066 0 0 2001
9 Thorhallsson, Simon 2040 0 0 1999
10 Davidsdottir, Nansy 1975 0 0 2002

Stighæstu öldungar landsins (1953 og fyrr)

það er einnig töluverðar breytingar í þessum hópi því 1953 árgangurinn dettur inn! Friðrik Ólafsson (2365) er venju samkvæmt hæstur. Í næstu tveimur sætum eru “nýliðarnir” Kristján Guðmundsson (2289) og Áskell Örn Kárason (2264).

No. Name Tit jan.18 Diff Gms B-day
1 Olafsson, Fridrik GM 2365 0 0 1935
2 Gudmundsson, Kristjan 2289 0 0 1953
3 Karason, Askell O FM 2264 0 0 1953
4 Einarsson, Arnthor 2245 -4 1 1946
5 Torfason, Jon 2235 0 0 1949
6 Thorvaldsson, Jon 2170 0 0 1949
7 Viglundsson, Bjorgvin 2167 0 0 1946
8 Fridjonsson, Julius 2137 0 0 1950
9 Halfdanarson, Jon 2131 0 0 1947
10 Thor, Jon Th 2111 0 0 1944

 

Reiknuð íslensk skákmót


Aðeins tvö kappskákmót vour reiknuð.

  • U-2000 mót TR
  • Skákþing Skagafjarðar
  • Íslandsmót unglingasveita (atskák)
  • Unglingameistaramót Íslands (atskák)
  • Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák)
  • Jólahraðskákmót TR (hraðskák)
  • Jólaskákmót Vinaskákfélagsins (hraðskák)
  • Hraðskákmót Hugins – N (hraðskák)
  • Hraðkvöld Hugins (hraðskák)

Við munum gera at- og hraðskákstigum betri skil á næstunni.

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2834) er stigahæsti skákmaður heims. Í næstu sætum eru Fabiano Caruana (2811) og Shakhriyar Mamedyrarov (2804).

Heimslistann má nálgast hér.

- Auglýsing -