Hilmir Freyr Heimisson sigraði örugglega á meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk á sunnudagskvöldið. Hilmir hlaut 5 vinninga af sex mögulegum, hafði vinnings forskot fyrir lokaumferðina og gerði þá gerði jafntefli  Alexander Oliver Mai. Á mótinu var keppt í tveim styrkleikaflokkum en í efri flokkurinn var skipaður keppendur með 1600 elo stig og meira. Með sigrinum hreppti Hilmir Freyr sæmdarheitið meistari Skákskóla Íslands árið 2018. Hann vann mótið einnig í fyrra. Í flokknum voru tefldar sex umferðir með tímamörkunum 90 30.

Í 2. sæti varð sæti varð Aron Thor Mai með 4 ½ vinning og í 3. – 5. sæti urðu Stephan Briem, Alexander Oliver Mai og Björn Hólm Birkisson mer 3½ vinning.

Hilmir Freyr fékk farmiða að verðmæti 50 þúsund krónur og upphaldskostnað á skákmóti að verðmæti 35 þúsund.

Farmiðavinningur í stigaflokknum 1600-1800 komu í hlut Arnar Milutin Heiðarssonar og í flokki keppenda frá 1800-2000 elo stigum varð Stephan Briem hlutskarpastur. Bókaverðlaun hlutu Alexander Thor Mai, Björn Hólm Birkisson og Gauti Páll Jónsson.

Í flokki keppenda með 1600 elo sig og minna komu jafnir í mark Akureyringurinn Arnar Smári Signýjarson og Gunnar Erik Guðmundssonhlutu báðir 6 ½ vinning. Arnar Smári var hærri á stigum og hlaut því 1. verðlaun. Batel Goitom var ein efstir þegar tvær umferðir voru eftir, missti unnið tafl niður í tap gegn Þorsteini Magnússyni í 7. umferð í viðureign sem stóð í  u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund. Hún tapaði svo óvænt fyrir Jósef Ómarssyni í lokaumferðinni.

Í 3. sæti í mótinu varð Þorsteinn Magnússon með 5 ½ vinning. Tefldar voru átta umferðir í neðri stigaflokknum og voru tímamörkin 30 30.

Jósef Omarsson varð hlutskarpastur í flokki keppenda með 1200 elo stig og minna, hlaut 5 vinninga  en í 2. sæti var Anna Katarina Thoroddsen en hún hlaut 4 ½ vinning. Í 3. sæti varð  Jóhann Helgi Hreinsson.

Sérstök stúlknaverðlaun komu í hlut Batel Goitom og Iðunnar Helgadóttur.

Eins og nokkur undanfarin ár var GAMMA var að styrktaraðili mótsins og Agnar Tómas Möller forstjóri fyrirtækisins lék fyrsta leikinn í viðureign Björns Hólms Birkissonar og Hilmis Freys í 3. umferð. Þátttaka var góð en keppendur voru 39 talsins.

 

- Auglýsing -