Veitingastaðurinn Baccalá Bar og Ektafiskur á Hauganesi standa fyrir hraðskákmóti föstudaginn 10. ágúst nk. Mótið fer fram á veitingastaðnum og hefst kl. 15.00 stundvíslega
Tefldar verða 11 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Öllum er heimil þátttaka, en hámarksfjöldi keppenda er 30.

Verðlaunafé er samtals 150.000 kr. og skiptist sem hér segir:

1. verðlaun  kr. 50.000
2. verðlaun  kr. 30.000
3. verðlaun  kr. 20.000
4. verðlaun  kr. 10.000
5.-12. verðlaun  kr. 5.000

Gert verður stutt hlé á mótinu svo keppendur geti gætt sér Fiskidagssúpu í boði mótshaldara.

Skráning á skak.is. Þeir 25 sem skrá sig fyrst fá rétt til þátttöku; aðrir fara á biðlista. Mótshaldarar taka frá fimm boðsæti.

Þeir Ingimar Jónsson (ingimarj@ismennt.is) og Áskell Örn Kárason (askell@simnet.is), svara fyrirspurnum um mótið.

Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér.

 

****

Vakin er athygli á að föstudagskvöldið 10. ágúst er súpukvöld á Dalvík í upphafi Fiskidagsins mikla og því tilvalið að skerpa matarlystina með nokkrum bröndóttum á skákborðinu. Hauganes er í u.þ.b. 10 mínútna akstursfjarlægð frá Dalvík.

****

Á Hauganesi er tjaldsvæði með snyrtingum og rafmagni.

- Auglýsing -