Hilmir Freyr við taflið á síðasta Reykjavíkurmóti

Hilmir Freyr Heimisson sigraði á meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk um síðustu helgi. Keppendur voru 39 talsins og var teflt í tveimur styrkleikaflokkum; í efri flokknum voru keppendur með 1.600 Elo-stig og meira en í hinum voru keppendur undir 1.600 Elo-stigum. GAMMA var aðalstyrktaraðili mótsins.

Hilmir vann meistaramótið með fullt húsi í fyrra en að þessu sinni hlaut hann fimm vinninga af sex mögulegum. Aron Thor Mai varð annar með 4½ vinning og í 3.-5. sæti urðu Stephan Briem, Björn Hólm Birkisson og Alexander Oliver, með 3½ vinning hver.

Í flokki keppenda með minna en 1.600 Elo-stig urðu efstir þeir Arnar Smári Signýjarson og Gunnar Erik Guðmundsson, hlutu 6½ vinning af átta mögulegum. Arnar Smári var hærri á mótsstigum og telst því sigurvegari mótsins. Þorsteinn Magnússon varð í 3. sæti með 5½ vinning.

Hilmir Freyr var í nokkrum sérflokki og var sigur hans öruggur. Hann hlaut skákuppeldi sitt í Kópavogi eins og andstæðingur hans í eftirfarandi skák:

Hilmir Freyr Heimisson – Stephan Briem

Hollensk vörn

1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 Be7 5. Rc3 0-0 6. Rf3 d6 7. 0-0 a5 8. b3 Re4

Þetta afbrigði hollensku varnarinnar hefur gengið í endurnýjun lífdaga fyrir tilstilli Simons Williams sem hefur haldið fram ágæti þess á myndböndum á Youtube.

9. Bb2 Rxc3 10. Bxc3 Rd7 11. e3 De8 12. Re1 Rf6 13. f3 g5 14. Rd3 h5 15. Dd2 a4 16. e4 Rd7 17. exf5 exf5 18. Hae1 Dd8 19. f4 g4 20. He3 Bf6 21. Hfe1 c6 22. d5 c5 23. Rf2 b5

Svartur hefur ekki náð að finna neina áætlun eftir fremur ómarkvissa byrjun. Peðsfórnin er tilraun til að skapa mótspil í vondri stöðu.

24. cxb5 axb3 25. axb3 Rb6 26. Bf1 Bd7 27. Bc4 Rc8 28. Rd1 Hb8 29. De2 Bd4 30. Bxd4 cxd4 31. Hd3 Da5 32. Hxd4 He8 33. Re3 Ra7 34. Dd2 Db6 35. Kg2 He7?

Með 35…. Rxb5 gat svartur haldið í horfinu. Valdleysi hróksins skapar möguleika á fléttu.

36. Rxg4!

Með hugmyndinni 36…. Hxe1 37. Rf6+! Kf7 38. Rxd7 og vinnur.

36…. hxg4 37. Hxe7 Rxb5 38. Hd3 Be8 39. Db2! Bf7 40. Df6 Hf8 41. Dxf5 Rd4 42. Dg5+ Kh8 43. Dh4+ Kg8 44. Dxg4+ Kh7 45. Dh5+ Kg8 46. Dg5+ Kh7 47. Df6 Kg8 48. Dxd4

– og svartur gafst upp.

En Stephan lét ekki deigan síga. Í næstu umferð kom þessi staða upp:

Stephan – Gauti Páll Jónsson

Gauti átti lengst af við ramman reip að draga í þessari skák en taldi sig hólpinn því að g5-peðið er við það að falla. En Stephan hafði séð næsta leik svarts fyrir …

50. … Hg8 51. f7! Hxg5+ 62. Kf1! Hf5+ 63. Hf2

…og svartur varð að gefa hrókinn fyrir f-peðið. Hvíta staðan er auðunnin og svartur gafst upp nokkrum leikjum síðar.

Magnús Carlsen vann Caruana

Magnús Carlsen vann áskoranda sinn, Fabiano Caruana, í 1. umferð „norska mótsins“ sem hófst í Stafangri á mánudaginn. Eftir hraðskákmót með keppendunum tíu fengu fimm efstu hvítt í fimm skákum af níu í aðalmótinu. Wesley So sigraði, Magnús varð fjórði, en „vanaviðbrögðin“ urðu honum að falli í næstsíðustu umferð:

Carlsen – Aronjan

51. … g4!

Nú er þvingað að leika 52. fxg4! hxg4 53. hxg4 Kxe4 54. Kd2 og staðan er jafntefli. En Carlsen greip í h-peðið…

52. hxg5 h4!

Hvíti kóngurinn kemst ekki inn í ferning peðsins sem rennur upp í borð. Hvítur gafst upp.

Skákþættir Helga Ólafssonar í Morgunblaðinu birtast viku síðar á Skák.is. Þessi skákþáttur birtist 2. júní 2018.

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -