Helgi Ólafsson, verður landsliðsþjálfari í opnum, flokki á Ólympíuskákmótinu í Batumi í Georgíu sem fram fer 23. september – 6. október nk. Ráðning Helga var samþykkt á stjórnarfundi SÍ sem fram fór í gær.
Stjórn SÍ fagnar því mjög að Helgi hafi gefið kost á sér í þetta verkefni. Helgi hefur æðstu þjálfaragráðu FIDE, og er skólastjóri Skákskóla Íslands. Helgi hefur áður þjálfað og stýrt liðum í báðum flokkum á Ólympíuskákmótum og Evrópumótum með góðum árangri.
Sem landsliðsþjálfari er Helgi jafnframt einvaldur þegar kemur að vali landsliðsins. Liðsval Helga verður tilkynnt fimmtudaginn, 21. júní.
- Auglýsing -