Björn Ívar Karlsson að störfum á Reykjavíkurskákmóti.

FIDE-meistarinn, Björn Ívar Karlsson, verður liðsstjóri kvennaliðsins á Ólympíuskákmótinu sem fram fer í Batumi í Georgíu 23. september-6. október nk.

Björn Ívar er þrautreyndur liðsstjóri, bæði á Ólympíuskákmótum, Evrópumótum og unglingamótum. Hann er viðurkenndur FIDE-þjálfari.

Stjórn SÍ er afskaplega ánægt að hafa fengið hann til starfa. Liðsval Björns Ívar fyrir Ólympíuskákmótið verður tilkynnt á kvennadaginn, 19. júní.

 

- Auglýsing -