Þorsteinn ásamt skipuleggjaranum Yuri Garret.

Ég fór til Sardiníu núna í júní. Þetta er í þriðja skipti sem ég fer á mót erlendis og hef ég einungis farið þangað. Þetta var smá öðruvísi frá hinum mótunum þar sem að í þetta skipti var ég eini Íslendingurinn en í hin skiptin hafa verið stór hópur frá Íslandi. Það komu alveg stundir þegar maður hefði viljað að hafa einhvern íslenskan skákmann. Foreldrar mínir eru nefnilega ekki mikil áskorun, t.d. vann ég pabba fyrir nokkrum árum blindandi og síðan spurði mamma hvort svartur byrjar.

Taflmennskan hjá mér var mjög upp og niður. Í fyrstu umferð var ég 4 sælum peðum yfir en náði samt að tapa. Síðan var mikil baráttu skák í þeirri annarri sem ég náði að vinna eftir 4½ hálfan tíma skák.  Í þriðju var ég búinn að undirbúa að fá 1. d4 á móti Normanni en fékk 1. e4 á móti Íra og tapaði ég fljótt. Í þeirri 4. vann ég 2 peð fljótlega svo 4. Síðan sá ég að hann var með smábætur og tapaði ég skiptamun en náði svo að gafla hrókinn af og var manni og 4 peðum yfir og hann gaf ekki strax þótt hann var með gjörtapað. Í 5. umferð tapaði ég fljótt. Í þeirri 6. var jafnt en ég sá ekki einn mann í dauðanum eftir eina taktík. 7. umferð var skemmtileg og er hún hérna fyrir neðan, hún tók um 5 mínútur. Ég man að ég smyglaði óvart úrið mitt inn (það má ekki vera með úr á sér á þessu móti) þannig að rétt áður en við mátum setja klukkuna af stað þá stóð ég upp og rétti svo skákdómaranum úrið. Síðan bað ég um það nánast strax aftur og dómara settið var mjög hissa þar til að ég sýndi þeim skorblaðið. Þá hlógu þau á dómaraborðinu. Ég man að foreldrar mínir voru að velta fyrir sér hvort ég ætti að taka hjásetu. Það kom mér síðan á óvart að ég skildi fá 1880 stiga mann í þeirri áttundu og næstsíðustu umferð. Fyrir fram var jafntefli draumur í dós en nánast frá fyrsta leik var ég með frumkvæðið og var frekar auðveldur sigur. Þá var maður spenntur fyrir þeirri síðustu og grunaði að ég fengi yfir 2000 stiga mann. Sem svo gerðist, ég fékk Þjóðverja með 2100 með svart. Þetta var morgunskák, og verður það seint sagt að taflmennskan mín í morgunskákum sé eitthvað góð. Það sannaði sig í þessari skák þó svo að upp hafi komið uppáhalds byrjunin mín tapaði ég undir 20 leikjum í ekki klukkutíma skák. Við vorum aftur á móti mun lengur að “stúdera” hana eða þannig. Vorum að fara í marga útúrsnúninga og þannig.

Þannig ég endaði með 4/9 sem þýddi að ég lenti í 1-2. sæti í undir 1500 stiga flokknum en endaði í því 2. á stigum. Þetta þýddi 100€ og rúmlega 80 stig í plús. Þannig ég er loksins kominn yfir 1500 stigin. Ég mæli eindregið með þessu móti, sérstaklega fyrir þá sem vilja fá nokkur stig.

Skákin

Mauro Filigheddu vs Þorsteinn Magnússon

  1. c4 d5
  2. c4 e5
  3. dxe5 d4
  4. e3 Bb4+
  5. Bb2 dxe3
  6. Bxb4 exf2+
  7. Kxf2 Dxd1

Björn Ívar Karlsson á heiðurinn með þetta byrjunarval. Við völdum einhverja skemmtilega og hættulega byrjun við undirbúning þess móts.

Þorsteinn Magnússon

- Auglýsing -