Magnus Carlsen varð að sætta sig jafntefli við "minni spámann". Mynd: Lennart Ootes.

Öllum skákum fjórðu umferðar ofurmótsins í Biel lauk með jafntefli í gær. Hart var engu að síður barist í öllum skákunum. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2842) varð að sætta sig við jafntefli við langstigalægsta keppenda mótsins, heimamanninn, Nico Georgiadis, (2526). Fyrsta jafnteflið við skákmann undir 2600 skákstigum síðan á Ólympíuskákmótinu í Bakú 2016. Svisslendingurinn hafði tapað öllum skákunum þar til í gær.

 

Shakhriyar Mamedyarov (2801) gerði jafntefli við  Maxime Vachier-Lagrave (2753). Sömu úrslit urðu í skák David Navara (2741) og MVL (2779).

Carlsen og Mamedyarov eru efstir með 3 vinninga. Svidler er þriðji með 2½ vinning.

Nánar á Chess.com.

Fjórða umferð hefst kl. 12. Þá mætast oddafiskarnir.

- Auglýsing -