Guðmundur og Hannes

Hannes Hlífar Stefánsson (2511) og Guðmundur Kjartansson (2434) gerðu báðir jafntefli í lokaumferð alþjóðlega mótsins í Pétursborg í dag. Báðir unnu þeir sínar skákir í áttundu umferð í gær.

Hannes hlaut 6 vinninga í umferðunum níu en Gummi fékk 5,5 vinninga. Georgíski stórmeistarinn Kirill Stupak sigraði á mótinu.

Einstök úrslit strákanna á mótinu má finna hér.

- Auglýsing -